Guðrún Guðmundsdóttir starfandi þjónustustjóri kynnti stöðu á biðlista eftir sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk.
Sif Sigurðardóttir kom með eftirfarandi bókun frá Þroskahjálp:
Þroskahjálp á Norðurlandi eystra krefst svara frá Akureyrarbæ um stöðu biðlista, hvernig og hvenær verður unnt að koma þeim einstaklingum að sem bíða á biðlista eftir sértæku húsnæði. Einnig höfum við þungar áhyggjur af því að þjónusta við þessa einstakling verði skert þegar í búsetu verður komið, sérstaklega ef stefna bæjarins er að auka framboð á íbúðum í gegnum leigufélög á kostnað þess að byggja sérhæfða þjónustukjarna.