Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 25. janúar 2023 um stöðu leiguíbúða Akureyrarbæjar s.s. útleigu á árinu og biðlista eftir húsnæði.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður og Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Elsa María Guðmundsdóttir S-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Nú er ljóst að staða á biðlistum fer versnandi og þá er afar brýnt að horft verði til rammasamnings ríkis og sveitarfélaga m.a. varðandi uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Því er mikilvægt að hraða vinnu að nýjum áætlunum í uppbyggingu félagslegs húsnæðis á Akureyri.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista tekur undir bókun Elsu Maríu.