Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. nóvember 2022:
Erindi dagsett 10. nóvember 2022 þar sem Ómar Ívarsson f.h. Rósu Maríu Stefánsdóttur sækir um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma um stækkun íbúðarsvæðis ÍB24 á Hesjuvöllum. Áformin fela í sér stækkun íbúðarsvæðisins úr 0,2 ha í 3,0 ha og að innan þess verði heimilt að reisa allt að sjö íbúðarhús á stórum lóðum.
Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Meirihluti skipulagsráðs telur ekki forsendur fyrir hendi fyrir uppbyggingu íbúðarbyggðar á umræddu svæði þar sem ekki liggur fyrir hvernig grunnþjónustu eins og snjómokstri, skólaakstri o.þ.h. yrði háttað.
Meirihluti skipulagsráðs leggur þar af leiðandi til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista greiðir atkvæði gegn tillögu skipulagsráðs.
Fyrir fundi bæjarstjórnar liggur einnig bréf frá umsækjanda sem barst eftir fund skipulagsráðs.
Hlynur Jóhannsson kynnti málið.
Meirihluti skipulagsráðs leggur þar af leiðandi til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista greiðir atkvæði gegn tillögu skipulagsráðs.