Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 28. september 2022:
Lögð fram beiðni til bæjarráðs um viðauka við fjárhagsáætlun.
Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) um upphæð kr. 29,4 milljónir vegna ársins 2022.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun og vísar málinu til bæjarráðs.
Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri velferðarsviðs og Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri velferðarsviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.