Langahlíð 28 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022020226

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 375. fundur - 09.02.2022

Erindi Valþórs Brynjarssonar dagsett 3. febrúar 2022 fyrir hönd Þórðar Kárasonar þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 28 við Lönguhlíð.

Breytingin felst í eftirfarandi:

- aukningu á nýtingarhlutfalli úr 0,3 í 0,33

- stækkun á byggingarreit til norðurs

- innkeyrslu frá Höfðahlíð

- breytingu á húsagerð úr einbýlishúsi í tvíbýlishús

- breyttum skilmálum um vegghæð sem snýr að Höfðahlíð.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Lönguhlíðar 21 og 26, Höfðahlíðar 19-23 og Sólvangs.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Arnfríður Kjartansdóttir V-lista og Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 380. fundur - 20.04.2022

Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlíðahverfis suður lauk þann 4. apríl sl. Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt viðbrögðum umsækjanda við efni athugasemdar.

Jafnframt er lögð fram uppfærð tillaga umsækjanda að deiliskipulagsbreytingu þar sem nýtingarhlutfall lóðar er hækkað í 0,347 og gert ráð fyrir að B-rými utanhúss og skyggni verði ekki talin sem hluti af nýtingarhlutfalli.

Meðfylgjandi er uppdráttur.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu. Er skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að svörum við athugasemdum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Skipulagsráð - 381. fundur - 04.05.2022

Á fundi skipulagsráðs þann 20. apríl sl. var afgreiðslu á breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Lönguhlíðar 28 frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að svörum við athugasemdum sem bárust við grenndarkynningu tillögunnar.

Drög að svörum eru lögð fram nú ásamt endurbættum gögnum frá umsækjanda varðandi skuggavarp.

Jafnframt er lögð fram uppfærð tillaga umsækjanda að deiliskipulagsbreytingu þar sem nýtingarhlutfall lóðar er hækkað í 0,347 og gert ráð fyrir að B-rými utanhúss og skyggni verði ekki talin sem hluti af nýtingarhlutfalli.
Þar sem fyrir liggja ný og uppfærð gögn sem meðal annars fela í sér hækkun á nýtingarhlutfalli samþykkir meirihluti skipulagsráðs að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna að nýju skv. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Arnfríður Kjartansdóttir V-lista og Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 386. fundur - 24.08.2022

Grenndarkynningu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hlíðahverfi - suðurhluta vegna Lönguhlíðar 28 lauk þann 4. júlí sl. Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt viðbrögðum umsækjanda og drögum skipulagsfulltrúa að svörum við efni athugasemdar.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlíðahverfis - suðurhluta með þeim skilyrðum að í greinargerð komi fram hámarksvegghæð 4,7 m yfir gólfkóta efri hæðar, byggingarreitur verði minnkaður um 3,7 m til suðurs og bílgeymsla verði staðsett í NA horni lóðarinnar. Sú hlið bílgeymslu sem snýr í A skal vera gluggalaus. Skipulagsráð samþykkir framlögð drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.