Ferliþjónusta - endurnýjun bifreiða

Málsnúmer 2022011371

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 113. fundur - 28.01.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 26. janúar 2022 varðandi endurnýjun á ferlibílum.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsmönnum að vinna málið áfram og kanna með vistvæna orkugjafa.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 167. fundur - 27.08.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 23. ágúst 2024 varðandi kaup á ferlibíl fyrir Strætisvagna Akureyrar.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar og Engilbert Ingvarsson verkstjóri strætisvagna og ferliþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Þar sem ekki eru aðrir umhverfisvænni kostir í boði samþykkir umhverfis- og mannvirkjaráð að leitað verði eftir verði í nýjan ferlibíl sem gengur fyrir dísel orkugjafa sem uppfyllir að lágmarki Euro 6 mengunarstaðalinn.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 174. fundur - 03.12.2024

Sagt frá niðurstöðu verðfyrirspurnar um kaup á ferlibíl en þar bárust engin tilboð.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 175. fundur - 17.12.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 13. desember 2024 varðandi kaup á ferlibíl fyrir ferliþjónustu Akureyrarbæjar.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að kaupa ferlibíl með öllum nauðsynlegum búnaði fyrir 20 milljónir kr.