Skarðshlíð 23 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021040456

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 811. fundur - 23.04.2021

Erindi dagsett 9. apríl 2021 þar sem Sigríður Mack fyrir hönd Búfesta hsf. sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóð nr. 23 við Skarðshlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigríði Mack.

Jafnframt er í tölvupósti dagsettum 16. apríl 2021 óskað eftir heimild til jarðvegsskipta á grundvelli deiliskipulags og fyrirliggjandi teikninga.
Byggingarfulltrúi samþykkir byggingarleyfi fyrir jarðvegsskipti á grundvelli deiliskipulags og innlagðra teikninga en frestar afgreiðslu að öðru leyti með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 820. fundur - 01.07.2021

Erindi dagsett 9. apríl 2021 þar sem Sigríður Mack fyrir hönd Búfesti hsf. sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóð nr. 23-25 við Skarðshlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigríði Mack. Innkomin ný gögn 30. júní 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.