Akureyrarflugvöllur Eyjafjarðarbraut - frávik frá skipulagi

Málsnúmer 2021030319

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 354. fundur - 10.03.2021

Erindi dagsett 3. mars 2021 þar sem Ester Rós Jónsdóttir fyrir hönd Isavia Innanlandsflugvalla ehf. sækir um leyfi fyrir fráviki frá deiliskipulagi Akureyrarflugvallar eða óverulega breytingu vegna vindfangs á norðaustur horni nýrrar viðbyggingar við flugstöð.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og telur að um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi sé að ræða að ekki sé þörf á breytingu, með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.