Sumarstörf fyrir námsmenn - átaksverkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga

Málsnúmer 2020040515

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3681. fundur - 30.04.2020

Umfjöllun um fyrirkomulag atvinnuátaks fyrir 18-25 ára í sumar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að afla frekari gagna og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð - 3683. fundur - 14.05.2020

Lögð fram tillaga að atvinnuátaksverkefnum í samvinnu við Vinnumálastofnun.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjórum stjórnsýslu- og samfélagssviðs að auglýsa atvinnuátaksverkefnin í samvinnu við Vinnumálastofnun.

Bæjarráð - 3689. fundur - 25.06.2020

Farið yfir stöðu verkefnisins.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.