Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 30. apríl 2021:
Lagður fram samningur um rekstur á tjaldsvæði Akureyrarbæjar að Hömrum.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Tryggvi Marinósson framkvæmdastjóri Hamra sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðan samning með einni breytingu. Ráðið samþykkir að gildistíminn verði 10 ár í stað 20 ára.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.