Stefna Akureyrarbæjar í norðurslóðamálum

Málsnúmer 2019040211

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3453. fundur - 16.04.2019

Umræða um stefnu bæjarins í norðurslóðamálum sem samþykkt var í bæjarstjórn 3. október 2017.

Stefnuna má finna á eftirfarandi slóð: https://www.akureyri.is/static/research/files/stefna-akureyrarbaejar-i-nordurslodamalum-2017pdf

Halla Björk Reynisdóttir reifaði helstu þætti stefnunnar og lagði til að hún yrði tekin til endurskoðunar.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir hvernig þátttöku Akureyrarbæjar í samstarfi um norðurslóðamál er háttað.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum að endurskoða stefnu Akureyrarbæjar í norðurslóðamálum.