Liður 4 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 20. ágúst 2018:
Umfjöllun um erindi dags. 9. ágúst 2018 frá framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar þar sem lagt er til að breytingar verði gerðar á starfi rekstrarstjóra ÖA og því breytt í starf forstöðumanns skrifstofu ÖA.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að samþykkt verði að gera umbeðnar breytingar á starfi rekstrarstjóra í samræmi við nýja starfslýsingu og því verði breytt í starf forstöðumanns skrifstofu ÖA frá 1. september 2018.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.