Hafnarstræti 102 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum og breyttri notkun

Málsnúmer 2018050225

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 680. fundur - 31.05.2018

Erindi dagsett 23. maí 2018 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Ef1 hf., kt. 681113-0960, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á brunavegg á 2. og 3. hæð húss nr. 102 við Hafnarstræti. Einnig er sótt um leyfi fyrir breyttri notkun á 4. hæð úr skrifstofuhúsnæði í rými fyrir gistiskála. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir umbeðnar breytingar á 2. og 3. hæð, en synjar breytingu á notkun 4. hæðar í samræmi við ákvæði í aðalskipulagi Akureyrar 2018 - 2030 þar sem segir: "Á reit 2 í deiliskipulagi miðbæjar frá 2014 er almennt ekki heimilt að breyta verslunar- og skrifstofurými í gistirými".

Bæjarráð - 3602. fundur - 05.07.2018

Erindi dagsett 26. júní 2018 frá Ingólfi F. Guðmundssyni f.h. LF2 ehf, eiganda húseignarinnar að Hafnarstræti 102, þar sem óskað er endurupptöku á afgreiðslu skipulagssviðs á beiðni eiganda um breytingu á notkun 4. hæðar hússins úr skrifstofuhúsnæði í hótel- og gistiaðstöðu.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð fellst á endurupptöku málsins og vísar því til skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 295. fundur - 11.07.2018

Á fundi bæjarráðs þann 5. júlí sl. var tekið fyrir erindi Ingólfs F. Guðmundssonar dagsett 26. júní 2018 f.h. LF2 ehf., eigenda húseignarinnar að Hafnarstræti 102, þar sem óskað var endurupptöku á afgreiðslu skipulagssviðs á beiðni eiganda um breytingu á notkun 4. hæðar hússins úr skrifstofuhúsnæði í hótel- og gistiaðstöðu. Féllst bæjarráð á endurupptöku og vísaði afgreiðslu málsins til skipulagsráðs.
í ljósi þess að húsið við Hafnarstræti 102 er allt skráð sem ein fasteign þar sem þegar er búið að breyta 1.- 3. hæð í veitinga- og gistihúsnæði gerir meirihluti skipulagsráðs ekki athugasemd við að 4. hæð verði breytt til samræmis við þá nýtingu. Byggingarfulltrúi afgreiðir umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni.