Umhverfismál - samgöngusamningar

Málsnúmer 2018020301

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3429. fundur - 20.02.2018

Bæjarfulltrúi Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskaði eftir umræðu um umhverfismál - samgöngusamningar.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Bæjarstjórn samþykkir að bjóða starfsfólki Akureyrarbæjar upp á að gera samgöngusamninga og felur bæjarráði að útfæra slíka samninga.


Bókunin var borin upp og felld með 10 atkvæðum gegn atkvæði Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista.


Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun:

Þegar hefur verið samþykkt hjá frístundaráði að stofna stýrihóp um verkefnið heilsueflandi samfélag. Bæjarstjórn telur eðlilegast að umræða um samgöngustyrki fyrir bæjarbúa og eða starfsfólk Akureyrarbæjar sé m.a. hlutverk stýrhóps um heilsueflandi samfélag og verði tekið fyrir þar.

Bókunin var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.