Á fundi sínum þann 11. janúar 2018 vísaði bæjarráð til skipulagsráðs 3. lið úr fundargarð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 14. desember 2017.
Björn Sigurðsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og benti á að Kaupvangsstræti ætti hugsanlega að heita Kaupangsstræti. Lagði til að þessu yrði breytt því líklegast hafi verið vísað til Kaupangs í Eyjafjarðarsveit.
Umsögn nafnanefndar liggur fyrir. Telur hún að í ljósi þess að Kaupvangsstræti hefur heitið svo um langa hríð telur nefndin ekki ástæðu til að nafni götunnar verði breytt. Nefndarmenn telja að slík breyting verði vart til bóta þegar á heildina er litið, þar sem nafnið Kaupvangsstræti er orðið íbúum og gestum Akureyrar tamt.