Umhverfis- og mannvirkjasvið - húsnæðismál

Málsnúmer 2017050072

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 10. fundur - 12.05.2017

Rætt um húsnæðismál Umhverfismiðstöðvar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 26. fundur - 02.02.2018

Rætt um húsnæðismál Umhverfismiðstöðvar á Rangárvöllum.
Umhverfis- og mannvirkjasvið felur sviðsstjóra að ganga til samninga við Norðurorku um framtíðarsýn í húsnæðismálum Umhverfismiðstöðvar á Rangárvöllum.
Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar vék af fundi.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 29. fundur - 16.03.2018

Lagt fram minnisblað frá Jónasi Vigfússyni forstöðumanni Umhverfismiðstöðvar dagsett 13. mars 2018 vegna breytinga á húsnæði Umhverfismiðstöðvar á Rangárvöllum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felst á hugmyndir í meðfylgjandi minnisblaði.

Umhverfis- og mannvirkjaráð felur jafnframt sviðsstjóra að undirbúa húsaleigusamning við Norðurorku fyrir Umhverfismiðstöðina á Rangárvöllum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að koma á fundi ráðsins með stjórnendum Norðurorku og bæjarstjóra til að ræða samstarf og skipulag á athafnasvæðinu á Rangárvöllum til framtíðar.











Umhverfis- og mannvirkjaráð - 44. fundur - 09.11.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 8. nóvember 2018 vegna húsaleigu Umhverfismiðstöðvar á Rangárvöllum ásamt framtíðarsýn á svæðinu.

Einnig lögð fram drög að húsaleigusamningi við Norðurorku hf. dagsett 8. nóvember 2018.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra og forstöðumanni Umhverfismiðstöðvar að ganga frá samningnum í samræmi við umræður á fundinum.