Heiðartún 1 - hávaðamengun

Málsnúmer 2016080116

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 241. fundur - 14.09.2016

Erindi frá Særúnu Emmu Stefánsdóttur þar sem hún fer fram á að mældur verði umferðarhraði á Kjarnagötunni, sett upp hraðahindrun og gangbraut yfir Kjarnagötu við Heiðartún og dregið úr hávaðamengun frá götunni.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir umsögn framkvæmdadeildar.


Skipulagsnefnd - 242. fundur - 28.09.2016

Erindi frá Særúnu Emmu Stefánsdóttur þar sem hún fer fram á að mældur verði umferðarhraði á Kjarnagötunni, sett upp hraðahindrun og gangbraut yfir Kjarnagötu við Heiðartún og dregið úr hávaðamengun frá götunni. Skipulagsnefnd frestaði erindinu 14. september 2016 og óskaði eftir umsögn framkvæmdadeildar.


Erindið var tekið fyrir á deildafundi framkvæmda- og skipulagsdeildar 15. september 2016:

"Gangbrautin samkvæmt skipulagi er ekki komin, en staðsetningu hennar þarf að endurskoða vegna legu stígsins sem liggur til suðurs. Mælingar eru til frá 2009 og 2015 við skólann. Þær mælingar benda til umferðar upp á um 2.400 bíla og skipulagið gerir ráð fyrir 6.200 bílum í fullbyggðu Naustahverfi. Gert er ráð fyrir steyptum hljóðvegg á lóðamörkum samkvæmt skipulagi, en var þá gert ráð fyrir 50 km hámarkshraða. Samkvæmt skipulagi er hverfið hannað með hlykkjóttum götum sem eiga að þjóna tilgangi hraðahindrana. Framkvæmdadeild mun gera mælingu við gatnamót Heiðartúns og Kjarnagötu."


Skipulagsnefnd leggur til að gangbraut verði yfir Kjarnagötu austan Heiðartúns. Eigendum Heiðartúns 1 er heimilt að gera hljóðvegg á lóðamörkum á sinn kostnað, en leggja skal inn teikningar af veggnum hjá embættinu áður en farið er í framkvæmdir.