Lögð fram og samþykkt eftirfarandi bókun:
Bæjarráð Akureyrar fagnar ákvörðun Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar (IASC) um að flytja skrifstofu nefndarinnar frá Þýskalandi til Akureyrar um næstu áramót. Bæjarráð þakkar sömuleiðis stuðning ríkisstjórnar Íslands í málinu.
Ákvörðun þessi treystir stöðu Akureyrar sem miðstöðvar norðurslóðamála á Íslandi, en nú þegar eru á Akureyri fjölmargir aðilar sem starfa að málefnum norðurslóða s.s. Norðurslóðanet Íslands, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, PAME og CAFF svo fáeinir séu nefndir.