Erindi dagsett 10. júlí 2015 þar sem Þór Kornráðsson f.h. Sjafnarness hf., kt. 691206-3270, og Margrét Konráðsdóttir f.h. Steypustöðvar Akureyrar ehf., kt. 540208-1150, og Skútabergs ehf., kt. 510108-0350, sækja um ótímabundið stöðuleyfi fyrir gámum, aðstöðuhúsi vinnubúðum og ýmsum búnaði á lóð nr. 2 við Sjafnarnes og lóð nr. 3 við Ægisnes samkvæmt meðfylgjandi bréfi og myndum.
Jafnframt er óskað eftir fresti til 25. ágúst 2015 til að fjarlægja tæki og annan búnað sem er utan lóðarmarka og leyfi til að starfsmannaaðstaða og vinnubúðir fái að standa út fyrir lóðarmörk, eins og þær gera í dag, þar til starfmannaaðstaða hefur verið byggð á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi í eitt ár fyrir sumarbústað, sem notaður er sem skrifstofa, og umbeðna gáma á lóðunum.
Skipulagsnefnd samþykkir einnig umbeðinn frest til að fjarlægja tæki, gáma, annan búnað og drasl sem er utan lóðarmarka lóðanna.
Taka skal til á lóðunum þannig að lóðirnar og umhverfi þeirra verði snyrtilegt.