4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 10. desember 2014:
Deiliskipulagstillagan var grenndarkynnt frá 5. nóvember til 3. desember 2014.
Ein athugasemd barst frá Dóru Hartmannsdóttur og Hartmanni Eymundssyni, dagsett 26. nóvember 2014.
Gerð er athugasemd við breidd fyrirhugaðra svala sem koma til með að ná nánast að lóðamörkum. Þau telja það úr öllu samræmi við húsið og benda á að svalirnar á Hafnarstræti 88 séu 1,80m á breidd. Einnig telja þau að þetta kunni að hafa áhrif á aðgengi slökkviliðs- og sjúkraflutningsbifreiða.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista lýsti sig vanhæfan og vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Svar við athugasemd:
Skipulagsnefnd er sammála Minjastofnun Íslands sem telur breidd svalanna ekki í ósamræmi við húsið og hefur samþykkt fyrir sitt leyti umbeðna breytingu á húsinu. Ekki er heldur fallist á að bygging svalanna hafi áhrif á aðkomu neyðarbíla að Hafnarstræti 88 og 90, þar sem greið aðkoma er og verður að húsunum að vestan- og austanverðu eftir uppbyggingu á Drottningarbrautarreit.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.