Erindi dagsett 1. júlí 2014 frá Guðbjörgu Sesselju Jónsdóttur f.h. samtaka sjálfstæðra skóla. Þar er lýst áhyggjum af því að færra fagfólk sækir í störf í leikskólum. Í ljósi þess er bent á að starfsheitið leikskólaliði er ekki talið með fagfólki í öllum sveitarfélögum þegar gefið er upp hlutfall fagfólks í leikskólunum. Óskað er eftir því að sveitarfélög samræmi túlkun sína á því hvaða starfsheiti falla undir hugtakið fagfólk og fari þá eftir túlkun Reykjavíkurborgar og Hagstofu Íslands þar sem starfsheitið leikskólaliði er talið með fagfólki.
Skólanefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.