ÖA - Saga - heilbrigðisskráningarkerfi

Málsnúmer 2014010068

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1177. fundur - 08.01.2014

Framkvæmdastjóri rakti þá vinnu sem farið hefur fram á síðustu mánuðum varðandi Sögu - heilbrigðisskráningarkerfi á ÖA. Verkefnið felur í sér endurnýjun á tölvum og þjálfun starfsmanna. Fjárhagsáætlun heimilanna gerir ráð fyrir afnotagjöldum en stofnkostnaður sem er um 7 milljónir króna, er framlag úr Gjafasjóði ÖA.
Framkvæmdastjóri skýrði einnig frá að þetta verkefni ásamt öðrum verkefnum s.s. "Vinnustund", "Tölvur og Tækni" og "Gæðahandbók ÖA" séu hluti af áherslum og stefnu ÖA um aukna rafræna skráningu.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Félagsmálaráð - 1183. fundur - 09.04.2014

Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista fór af fundi kl. 15:29.
Hjúkrunarforstjóri greindi frá innleiðingarferli kerfisins og þeim möguleikum sem opnast við notkun þess á ÖA.

Félagsmálaráð fagnar hversu vel hefur tekist við innleiðingu á rafrænni sjúkraskráningu á ÖA.