Vetrarþjónusta

Málsnúmer 2013120028

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 277. fundur - 06.12.2013

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála kynnti tillögur að forgangi snjómoksturs á gönguleiðum.
Yfirlitskort um forgangsröðun snjómoksturs á gönguleiðum verður aðgengilegt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar.

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson L-lista vék af fundi kl. 11:34.

Framkvæmdaráð - 290. fundur - 05.09.2014

Lögð fram drög að minnisblöðum frá verkfræðistofunni Mannviti dagsett 29. ágúst 2014 um fyrirkomulag og útboð á snjómokstri.

Framkvæmdaráð samþykkir að vinna áfram að málinu.

Framkvæmdaráð - 292. fundur - 26.09.2014

Lagt fram minnisblað frá Verkfræðistofunni Mannviti dagsett 16. september 2014 um fyrirkomulag og útboð á snjómokstri.

Framkvæmdaráð er sammála um að útboð vegna sjómoksturs verði gert með tilliti til þeirra ábendinga sem fram hafa komið í minnisblöðum verkfræðistofunnar Mannvits.

Fyrirkomulag útboðsins byggi á tímagjaldi. Í útboðinu verði fyrirvari um breytingar vegna hugsanlegrar hverfaskiptingar.

Helena Þ. Karlsdóttir S-lista óskar eftir að bóka eftirfarandi:

Ég tel að vert sé að bærinn geri tilraun með hverfaskiptingu snjómoksturs í 1-2 hverfum, meta svo árangurinn og kostnaðinn og taka svo ákvörðun í framhaldinu.