Erindi dagsett 6. júní 2013, þar sem Logi Már Einarsson f.h. Andra Teitssonar sendi inn fyrirspurn vegna stækkunar að Klettagerði 4, var sent í grenndarkynningu 13. júní 2013 og lauk henni 11. júlí 2013.
Ein athugasemd barst frá Erni Inga Gíslasyni Klettagerði 6.
Athugasemdir eru gerðar sem tengjast umfangi, stærð viðbyggingar, skuggavarpi og ferli málsins.
Skipulagsnefnd óskaði eftir upplýsingum varðandi skuggavarp af fyrirhugaðri viðbyggingu vegna nálægðar við Klettagerði 6, miðað við núverandi aðstæður á þeirri lóð og bárust þau gögn 12. ágúst sl.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.