Strætisvagnar milli Akureyrar og Reykjavíkur - staðsetning biðstöðvar

Málsnúmer 2013030021

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 154. fundur - 20.03.2013

Eiður Guðni Matthíasson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 28. febrúar 2013.
Hann fagnar því að nú sé hægt að fara með strætisvagni á milli Akureyrar og Reykjavíkur en telur að biðstöðin mætti vera á betri stað, t.d. hjá Olís á móti Glerártorgi eða þar sem gamla upplýsingamiðstöðin var í Hafnarstræti 82.

Núverandi biðstöð Strætó bs. var sett niður við Hof til bráðabirgða eða þangað til henni verður fundin endanleg staðsetning.

Skipulagsnefnd þakkar ábendinguna.