Lögð fram til kynningar fundargerð frá sameiginlegum fundi borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Akureyrar dags. 7. febrúar 2014, þar sem eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða:
Sameiginlegur fundur borgarstjórnar Reykjavíkurborgar og bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar samþykkir að hefja undirbúning að samstarfi í velferðarmálum milli Grafarvogs og Akureyrar. Markmið samstarfsins er að Miðgarður, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Grafarvogi, geti nýtt sér jákvæða reynslu Akureyrar, sem allt frá árinu 1997 hefur þróað samþætta velferðarþjónustu í nærsamfélagi fyrir alla bæjarbúa. Ennfremur að Akureyrarbær njóti góðs af frumkvöðlaverkefnum Miðgarðs, s.s. í forvarnamálum og sérfræðiþjónustu við börn og barnafjölskyldur.
Lagt er til að tillögunni verði vísað til framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar, búsetudeildar og öldrunarheimila Akureyrar og framkvæmdastjóra Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Fram kom eftirfarandi tillaga um skipun fulltrúa Akureyrarbæjar í samstarfsvettvanginum:
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar, Halla Björk Reynisdóttir formaður bæjarráðs og Sigurður Guðmundsson bæjarfulltrúi.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.