Rætt um aðkomu Akureyrarstofu að Atvinnu- og nýsköpunarhelginni sem haldin verður öðru sinni á Akureyri dagana 24.- 26. febrúar nk. Akureyrarstofa er beinn þátttakandi í skipulagningu helgarinnar að þessu sinni og gert ráð fyrir að hún leggi til fjárframlag, ásamt fjölda annarra aðila, til að standa straum af kostnaði. Atvinnu- og nýsköpunarhelgin var haldin í fyrsta sinn á Akureyri í fyrra að frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja í bænum og tókst firna vel. Hún hefur svo í kjölfarið orðið fyrirmynd samskonar verkefna víðs vegar um landið en Innovit hefur annast framkvæmd þeirra.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita allt að einni milljón króna til Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar og skulu fjármunirnir nýttir til að fylgja lífvænlegum verkefnum vel eftir að helginni lokinni.