Krossanes 4 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2011060039

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 117. fundur - 29.06.2011

Erindi dagsett 9. júní 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Becromal Properties ehf., kt. 660707-0850, sækir um stækkun lóðar og byggingareits að Krossanesi 4. Meðfylgjandi eru afstöðu- og loftmyndir, einnig nánari skýringar.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem síðan yrðið auglýst. Skipulagnefnd felur skipulagsstjóra að óska eftir við hönnuð Krossanesbrautar að skoða möguleika á umbeðinni færslu götunnar og áætlun um umframkostnað miðað við núverandi hönnun götunnar.

 

Edward H. Huijbens V-lista óskaði bókað: Af gefnu tilefni og í ljósi ítrekaðra bókana V-lista árin 2007, 2008 og 2009 í bæði skipulagnefnd og bæjarstjórn, þá telur fulltrúi V-lista einsýnt að meta þarf heildrænt umhverfisáhrif þessarar verksmiðju með öllum stækkunaráformum og tryggt sé að öllum skilyrðum starfsleyfis sé framfylgt.

Sigurður Guðmundsson mætti á fundinn kl. 8:22.