Iðnaðarsafnið á Akureyri - skipun fulltrúa í stjórn

Málsnúmer 2010090020

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 80. fundur - 16.09.2010

Stjórn Akureyrarstofu skipar 2 fulltrúa í stjórn Iðnaðarsafnsins og 2 til vara.

Stjórnin samþykkir að skipa Ágúst Hilmarsson og Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur sem aðalmenn í stjórnina og Hjalta Ómar Ágústsson og Sigrúnu Óladóttur til vara.

Stjórn Akureyrarstofu - 132. fundur - 08.11.2012

Aðalfulltrúar Akureyrarbæjar í stjórn Iðnaðarsafnsins hafa óskað eftir því að láta af stjórnarsetu. Stjórn Akureyrarstofu skipar fulltrúa í stjórnina.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Harald Þór Egilsson, forstöðumann Minjasafnsins á Akureyri og Huldu Sif Hermannsdóttur, verkefnisstjóra á Akureyrarstofu sem nýja fulltrúa í stjórn Iðnaðarsafnsins.

 

Helena Þ. Karlsdóttir S-lista óskar bókað:

Ég er hlynnt tilnefningunni og samþykki hana með fyrirvara um að kannað verði hvort samkomulag gildi milli þeirra flokka sem sæti eiga í bæjarstjórn um tilnefningar í stjórn Iðnaðarsafnsins.

Stjórn Akureyrarstofu - 180. fundur - 04.02.2015

Stjórn Akureyrarstofu skal skipa tvo fulltrúa í stjórn Iðnaðarsafnsins á Akureyri.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Stjórn Akureyrarstofu - 181. fundur - 12.02.2015

Stjórn Akureyrarstofu skal skipa tvo fulltrúa í stjórn Iðnaðarsafnsins á Akureyri
Stjórn Akureyrarstofu tilnefnir Helgu Mjöll Oddsdóttur og Vilhjálm G. Kristjánsson í stjórn Iðnaðarsafnsins á Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu - 203. fundur - 03.02.2016

Skipa þarf nýjan fulltrúa í stjórn Iðnaðarsafnsins en þar hefur sú breyting orðið að Helga Mjöll Oddsdóttir hefur látið af störfum.
Stjórn Akureyrarstofu skipar Huldu Sif Hermannsdóttur verkefnisstjóra viðburða og menningarmála á Akueyrarstofu sem fulltrúa í stjórnina.

Stjórn Akureyrarstofu - 252. fundur - 18.04.2018

Hulda Sif Hermannsdóttir hefur verið fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn Iðnaðarsafnsins. Skipa þarf nýjan fulltrúa í hennar stað. Aðalfundur er í byrjun maí.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Almar Alfreðsson verkefnastjóra menningarmála sem fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Iðnaðarsafnsins.

Stjórn Akureyrarstofu - 278. fundur - 16.05.2019

Erindi dagsett 1. apríl 2019 frá Þorsteini E. Arnórssyni safnstjóra Iðnaðarsafnsins þar sem óskað er eftir því að stjórn Akureyrarstofu skipi fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Iðnaðarsafnsins.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Sóleyju Björk Stefánsdóttur sem fulltrúa Akureyrarbæjar.