Oddeyri - suðurhluti. Reitur 6592

Málsnúmer 2010090006

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 111. fundur - 30.03.2011

Lögð var fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu á skipulagi götureitsins sbr. samþykkt skipulagsnefndar 15. september 2010. Til er húsakönnun á reitnum sem unnin var 1995.

Skipulagsnefnd samþykkir að akstursstefna á Hríseyjargötu verði til norðurs. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Bæjarstjórn - 3301. fundur - 05.04.2011

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. mars 2011:
Lögð var fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu á skipulagi götureitsins sbr. samþykkt skipulagsnefndar 15. september 2010. Til er húsakönnun á reitnum sem unnin var 1995.
Skipulagsnefnd samþykkir að akstursstefna á Hríseyjargötu verði til norðurs. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 115. fundur - 01.06.2011

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar - reit 6592 - var auglýst í Lögbirtingarblaði og Dagskránni þann 13. apríl og var athugasemdafestur til 25. maí 2011. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og þjónustuanddyri Ráðhúss.
Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3305. fundur - 07.06.2011

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 1. júní 2011:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar - reit 6592 var auglýst í Lögbirtingarblaði og Dagskránni þann 13. apríl og var athugasemdarfestur til 25. maí 2011. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og þjónustuanddyri Ráðhúss.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.