Á fundi kjarasamninganefndar 18. mars sl. var umfjöllun um þróun yfirvinnu hjá stofnunum íþróttadeildar og var niðurstaða fundarins að fela íþróttafulltrúa að vinna tillögur varðandi einstaka stofnanir. Á fund kjarasamninganefndar mættu Nói Björnsson formaður íþróttaráðs, Kristinn H. Svanbergsson íþróttafulltrúi, Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli og Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri skóladeildar og íþróttadeildar og kynntu aðgerðir til að draga úr yfirvinnu í Hlíðarfjalli veturinn 2011-2012.