Kjarasamninganefnd

1. fundur 26. janúar 2018 kl. 10:00 - 11:37 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Gunnar Gíslason
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Greiðslur fyrir akstur í þágu vinnuveitanda

Málsnúmer 2018010334Vakta málsnúmer

Umfjöllun um endurskoðun á reglum Akureyrarbæjar um greiðslur fyrir akstur í þágu vinnuveitanda vegna innleiðingar á rafrænni skráningu á akstri starfsmanna.
Kjarasamninganefnd samþykkir tillögu að endurskoðuðum reglum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.

2.Yfirvinna starfsmanna Akureyrarbæjar árið 2017

Málsnúmer 2018010333Vakta málsnúmer

Umfjöllun um yfirvinnu hjá Akureyrarbæ árið 2017.
Kjarasamninganefnd leggur til að gögn um yfirvinnu verði kynnt á fundum fagráða.

3.Persónuálag vegna starfsþróunarnámskeiða

Málsnúmer 2018010266Vakta málsnúmer

Umfjöllun um mat á starfsþróunarnámskeiðum til persónuálags með gildistíma frá 1. janúar 2018 í kjarasamningum aðildafélaga innan BSRB og ASÍ.
Afgreiðslu frestað.

4.Kjölur - kynningarefni

Málsnúmer 2017120099Vakta málsnúmer

Efni til kynningar á Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu lagt fram til kynningar.

5.Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar - vinna samhliða töku lífeyris

Málsnúmer 2014080060Vakta málsnúmer

Eftirfarandi var bókað á fundi bæjarráðs 23. nóvember 2017:

Farið var yfir málið.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar málinu til kjarasamninganefndar og felur henni að móta tillögur að reglum vegna töku lífeyris samhliða starfi.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að veitt verði heimild til töku lífeyris hjá Lífeyrisjóði starfsmanna Akureyrarbæjar samhliða starfi, í samræmi við tillögu að reglum þar um.

Fundi slitið - kl. 11:37.