Málsnúmer 2008090024Vakta málsnúmer
9. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 24. nóvember 2010:
Í samræmi við jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er starfandi vinnuhópur um tilraunaverkefni í kynjasamþættingu. Í hópnum sitja starfsmenn bæjarins sem sóttu námskeið um kynjasamþættingu fyrr á árinu. Lagður var fram spurningalisti sem hópurinn hefur útbúið og áætlað er að senda forsvarsfólki íþróttafélaganna KA og Þórs. Tilgangurinn er annars vegar að safna kyngreindum upplýsingum og hins vegar að móta fyrirmynd að kynjuðum úttektum sem stefnt er að því að gera hjá þeim félagasamtökum sem njóta styrkja frá Akureyrarbæ.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir listann og óskar eftir því við íþróttaráð að það fjalli einnig um hann.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar mætti á fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi hugmyndir um hagræðingu og felur framkvæmdastjóra íþróttadeildar að samræma þær við fjárhagsáætlun ráðsins. Pétur Maack óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.