Frístundaráð

96. fundur 08. júní 2021 kl. 12:00 - 14:38 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sveinn Arnarsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Stefnumótun í forvörnum

Málsnúmer 2017030584Vakta málsnúmer

Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir og Anna Soffía Víkingsdóttir frá RHA kynntu úttekt á forvarnamálum sem unnin var að beiðni samfélagssviðs.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fyrir kynninguna og hvetur bæjarstjórn til að skoða að gerð verði heildstæð lýðheilsustefna sem tekur á forvörnum og heilsuvernd fyrir alla aldurshópa.

Frístundaráð óskar eftir að úttektin verði kynnt fyrir fræðsluráði, velferðarráði og ungmennaráði.

2.Félag eldri borgara á Akureyri - samkomulag

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

Samningur milli Akureyrarbæjar og Félags eldri borgara á Akureyri lagður fram til samþykktar.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar í bæjarráði.

3.Vinnuskóli

Málsnúmer 2019040283Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála og Orri Stefánsson verkefnastjóri vinnuskólans fóru yfir skipulag skólans sumarið 2021.

4.Mælaborð barnvæns sveitarfélags

Málsnúmer 2021050636Vakta málsnúmer

Hjördís Eva Þórðardóttir frá félagsmálaráðuneytinu, í gegnum fjarfundarbúnað, kynnti mælaborð barnvæns sveitarfélags.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna og frístunda, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð þakkar fyrir kynninguna og leggur á það áherslu að mælaborðið verði notað til að koma á markvissum aðgerðum til að bæta hag barna og ungmenna á Akureyri.

5.Styrkir til aðildarfélaga ÍBA vegna faglegs starfs sbr. reiknilíkans (Matrixu)

Málsnúmer 2020050181Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynnti úthlutun eingreiðslustyrkja til aðildarfélaga ÍBA 2021 skv. iðkendafjölda og reiknilíkani.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð fagnar þeim fjölda íþróttafélaga á Akureyri sem hafa náð því að fá viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag en fimm félög hafa náð þeim áfanga á þessu ári.

6.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2022

Málsnúmer 2021060305Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit frá forstöðumönnum vegna framkvæmda og viðhaldsáætlana.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

7.Ungmennaráð - fundargerðir

Málsnúmer 2014100110Vakta málsnúmer

Fundargerð ungmennaráðs nr. 18 lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

8.Samningur Akureyrarbæjar við KFUM og KFUK 2018 - 2020 og 2021

Málsnúmer 2018110044Vakta málsnúmer

Ársskýrsla og ársreikningur KFUM og KFUK fyrir árið 2020 lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:38.