Frístundaráð

92. fundur 17. mars 2021 kl. 12:00 - 14:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sveinn Arnarsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þura Björgvinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða við útsenda dagskrá og óskaði eftir að málið: Félag eldri borgara á Akureyri - samkomulag, málsnúmer; 2008010206 yrði sett á dagskrá. Var það samþykkt.

1.Golfklúbbur Akureyrar - Íslandsmótið í golfi á Jaðarsvelli 2021

Málsnúmer 2021023321Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. febrúar 2021 frá Steindóri Ragnarssyni framkvæmdastjóra GA þar sem sótt er um kr. 2.000.000 styrk vegna undirbúnings fyrir Íslandsmótið í golfi sem verður haldið dagana 5.- 8. ágúst 2021 á Jaðarsvelli á Akureyri.

Bókun frá stjórn ÍBA vegna málsins var lögð fram.


Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Viðar Valdimarsson M-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfann til að fjalla um þennan lið. Meint vanhæfi var borið upp til atkvæða og var það samþykkt. Viðar vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu máls.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð fagnar því að mótið verði haldið á Akureyri en getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir slíkum styrkveitingum í fjárhagsáætlun. Frístundaráð leggur á það áherslu að íþróttafélög sæki um styrkveitingar við gerð fjárhagsáætlunar sem fer fram að hausti ár hvert.

2.Startpallar í Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2021031031Vakta málsnúmer

Á fundi frístundaráðs þann 18. nóvember 2020 var samþykkt að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að keyptir yrðu nýir startpallar fyrir AMÍ sem haldið verður á Akureyri sumarið 2021 að upphæð 1,8 milljónir króna.

Óskað er eftir því að keyptir verði startpallar ásamt tímatökubúnaði sem kostar rúmar 6 milljónir króna.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Meirihluti frístundaráðs samþykkir að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að keyptir verði startpallar að upphæð kr. 6.215.000. Áður hafði verið samþykkt að veita 1,8 milljónum króna til þessara kaupa og því er óskað eftir viðbótarfjármagni að upphæð kr. 4.415.000.

Sveinn Arnarson og Ásrún Ýr Gestsdóttir sitja hjá.

3.Norrænt jafnréttisverkefni 2018 - 2020

Málsnúmer 2018080409Vakta málsnúmer

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir jafnréttisráðgjafi kynnti niðurstöður úr norrænu jafnréttisverkefni um kynferðislega áreitni sem Akureyrarbær tók þátt í.
Frístundaráð lýsir yfir ánægju með hvernig til tókst með þetta verkefni og hvernig brugðist hefur verið við með aukinni fræðslu til starfsmanna Akureyrarbæjar.

Frístundaráð leggur áherslu á að reynt sé að uppræta alla áreitni innan vinnustaða bæjarins og er KÁF verkefnið og verkefnið Tölum saman mjög góð tól til þess að fyrirbyggja og leiðbeina starfsfólki.

4.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Málsnúmer 2021030342Vakta málsnúmer

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir jafnréttisráðgjafi fór yfir helstu breytingar á nýrri jafnréttislöggjöf og áhrif þeirra á sveitarfélög.
Frístundaráð leggur áherslu á að öll ráð og nefndir Akureyrarbæjar fái kynningu á þessu málefni.

5.Punkturinn - færsla á starfsemi upp í Víðilund

Málsnúmer 2020010598Vakta málsnúmer

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála fór yfir stöðuna á færslu Punktsins upp í Víðilund.

6.Félag eldri borgara á Akureyri - samkomulag

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

Samningur Akureyrarbæjar við EBAK, Félag eldri borgara á Akureyri, rann út um sl. áramót. Lögð voru fram drög að nýjum samningi.

Málið var til umfjöllunar á fundi ráðsins í byrjun desember sl. og þá var forstöðumanni tómstundamála falið að koma með útfærslur er varðar starfsmannahald og með hvaða hætti er hægt að samnýta starfsfólk sem vinnur í þjónustumiðstöðinni Víðilundi.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur forstöðumanni tómstundamála að ganga frá nýjum samningi við félag eldri borgara og leggja fyrir ráðið til samþykktar á næsta fundi ásamt upplýsingum um fyrirkomulag á starfsmannahaldi í Víðilundi og Bugðusíðu.

Ráðið samþykkir jafnframt að félag eldri borgara fá greitt samkvæmt fyrri samningi fyrir janúar- og febrúarmánuð 2021.

Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista vék af fundi kl. 13:55.

7.Skátafélagið Klakkur - styrktarsamningar

Málsnúmer 2016110061Vakta málsnúmer

Ársskýrsla og ársreikningur Skátafélagsins Klakks fyrir árið 2020 lagt fram til kynningar.

8.Stuðningur við Vísindaskóla unga fólksins

Málsnúmer 2019010213Vakta málsnúmer

Greinargerðir vegna Vísindaskóla unga fólksins lagðar fram til kynningar.

9.Ungmennaráð - fundargerðir 2010-

Málsnúmer 2014100110Vakta málsnúmer

Fundargerð ungmennaráðs nr. 15 lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

10.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2020

Málsnúmer 2020030015Vakta málsnúmer

Bráðabirgða uppgjör ársins 2020 lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:15.