Frístundaráð

73. fundur 04. mars 2020 kl. 12:00 - 14:15 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Þura Björgvinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Bílaklúbbur Akureyrar - umsókn um notkun á fjölnotahúsinu Boganum

Málsnúmer 2013040200Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2020 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu félagsins 17. júní nk.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir beiðni Bílaklúbbsins en óskar eftir að verklagsreglur verði uppfærðar og að heilbrigðiseftirlitið framkvæmi mælingar á loftgæðum í tengslum við sýninguna.

2.Sundlaug Akureyrar - afsláttur fyrir hópa

Málsnúmer 2020010358Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu afsláttarkjör til hópa í Sundlaug Akureyrar sem voru samþykkt á fundi íþróttaráðs 6. desember 2012.

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir tillögu forstöðumanns um afsláttarkjör fyrir hópa og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði og bæjarstjórn.

3.Rekstur íþróttamannvirkja - samantektir frá Karli Guðmundssyni

Málsnúmer 2012050062Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar samantektir Karls Guðmundssonar verkefnastjóra á fjársýslusviði varðandi rekstur Hlíðarfjalls, Sundlaugar Akureyrar og íþróttahúsa Akureyrarbæjar undanfarin ár.

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Formaður óskaði eftir fundarhléi kl. 13:20.
Fundur hófst aftur kl. 13:31.

4.Vinnuskóli

Málsnúmer 2019040283Vakta málsnúmer

Orri Stefánsson umsjónarmaður Vinnuskóla Akureyrarbæjar mætti á fundinn og gerði grein fyrir fyrirkomulagi vinnuskólans og sumarvinnu með stuðningi sumarið 2020.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundardeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir að tekin verði umræða með ungmennaráði um fyrirkomulag fræðslu í vinnuskólanum.

5.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2020 - beiðni um samstarf

Málsnúmer 2020020693Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. febrúar 2020 frá Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu þar sem óskað er eftir samstarfi við að halda næsta landsfund sveitarfélaga um jafnréttismál þann 15.- 16. september nk.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundardeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð tekur jákvætt í erindið og fagnar því að landsfundurinn verði haldinn á Akureyri.

6.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2020

Málsnúmer 2020030015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúarmánaðar 2020.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundardeildar sat fundinn undir þessum lið.

7.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir frístundaráð.

Fundi slitið - kl. 14:15.