Frístundaráð

72. fundur 19. febrúar 2020 kl. 12:00 - 14:00 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Bryndís Elfa Valdemarsdóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar
  • Þura Björgvinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Íþróttafélagið Þór - rafíþróttadeild

Málsnúmer 2020020457Vakta málsnúmer

Reimar Helgason framkvæmdastjóri Þórs, Jón Stefán Jónsson íþróttafulltrúi Þórs og Gunnar Örn Gunnarsson varaformaður nýstofnaðrar rafíþróttadeildar Þórs mættu á fundinn og gerðu grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi deildarinnar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fyrir góða kynningu á starfi rafíþróttadeildarinnar.

2.Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup

Málsnúmer 2020010624Vakta málsnúmer

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar fór yfir helstu niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup.

3.Samfélagsmiðla- og vefstefna

Málsnúmer 2019040494Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn frístundaráðs um vefstefnu Akureyrarbæjar.
Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við vefstefnuna.

4.Kynningaráætlanir sviða 2020

Málsnúmer 2020010038Vakta málsnúmer

Kynningaráætlun samfélagssviðs lögð fram til kynningar.

5.Virkið - virknisetur fyrir ungt fólk án atvinnu

Málsnúmer 2011090009Vakta málsnúmer

Guðrún Þórsdóttir sérfræðingur í málefnum ungs fólks mætti á fundinn og gerði grein fyrir starfsemi Virkisins.

6.Mannréttindastefna 2020 - 2023

Málsnúmer 2019030417Vakta málsnúmer

Mannréttindastefna Akureyrarbæjar lögð fram til samþykktar.
Frístundaráð samþykkir framlagða mannréttindastefnu og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Fundi slitið - kl. 14:00.