Frístundaráð

63. fundur 25. september 2019 kl. 12:00 - 14:20 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Hulda Margrét Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll sem og varamaður hennar.

1.Samfelldur vinnudagur barna

Málsnúmer 2019090401Vakta málsnúmer

Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri samfellds vinnudags barna kynnti stöðu verkefnisins.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

2.Ungmennaráð - starfsemi

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags og starfsmaður ungmennaráðs kynnti ný drög að samþykkt fyrir ungmennaráð.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir að ákvæði um fyrirkomulag kosninga í ungmennaráð verði sett inn í samþykktina og gerir ekki athugasemdir við aðrar tillögur að breytingum.

3.Aðgerðaáætlun vegna innleiðingar Barnasáttmálans

Málsnúmer 2019030411Vakta málsnúmer

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags fór yfir stöðu aðgerðaáætlunar vegna innleiðingar Barnasáttmálans.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

4.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 2015030173Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála kynnti drög að breyttu erindisbréfi fyrir stýrihóp um heilsueflandi samfélag.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við ný drög og samþykkir þau sem slík og vísar erindisbréfinu til bæjarráðs.

5.Snjóflóðaeftirlit í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2019080400Vakta málsnúmer

Verklagsreglur varðandi daglegt eftirlit með snjóflóðahættu í Hlíðarfjalli lagðar fram til samþykktar samanber tilmæli Veðurstofu Íslands.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Frístundaráð samþykkir verklagsreglur um daglegt eftirlit með snjóflóðahættu.

6.Skíðafélag Akureyrar - salernisaðstaða og félagsheimili í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2019090202Vakta málsnúmer

Fjalar Úlfarsson formaður Andrésar Andar nefndarinnar og formaður Byggingarnefndar Skíðafélags Akureyrar kom á fund ráðsins til fylgja eftir erindi sínu varðandi aðstöðu í Hlíðarfjalli á Andrés Andarleikunum og svo varðandi Félagsheimili Skíðafélags Akureyrar.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir því að starfsmenn umhverfis- og mannvirkjasviðs skoði þau vandamál sem snúa að vatnssöfnun í Strýtu.

Frístundaráð getur ekki orðið við beiðni um varanlega lausn á salernisaðstöðu við Hjallabraut.

Beiðni um nýtt félagsheimili er vísað til nefndar um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja.

7.Í skugga valdsins #metoo - kynning

Málsnúmer 2019090491Vakta málsnúmer

Umfjöllun um endurskoðaðar siðareglur kjörinna fulltrúa Akureyrarbæjar, samskiptasáttmála kjörinna fulltrúa Akureyrarbæjar og leiðbeiningar um skráningu kjörinna fulltrúa hjá Akureyrarbæ á fjárhagslegum hagsmunum og trúnaðarstörfum sem samþykktar voru í bæjarstjórn 17. september 2019. Einnig kynntir verkferlar mála sem upp kunna að koma.

Að umfjöllun lokinni undirrituðu nefndarmenn yfirlýsingu um siðareglur og samskiptasáttamála.

Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi sat fund ráðsins undir þessum lið.
Frístundaráð fagnar niðurstöðu þessarar mikilvægu vinnu.

8.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019020026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar til ágúst 2019.

9.Málfundafélag Hugins - styrkbeiðni

Málsnúmer 2019090276Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. september 2019 frá Emelíu Sól Jónsdóttur fyrir hönd stjórnar Málfundafélagsins Hugins við Menntaskólann á Akureyri þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi við félagið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 14:20.