Frístundaráð

47. fundur 04. janúar 2019 kl. 11:30 - 13:30 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Helga Margrét Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs mætti ekki á fundinn né varamaður hennar.

1.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2019

Málsnúmer 2018080857Vakta málsnúmer

Farið yfir starfsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2019 m.t.t. samþykktrar fjárhagsáætlunar.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir starfsáætlun 2019 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Frístundaráð samþykkir að óska eftir kr. 17.000.000 úr áhalda- og búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar fyrir eftirtöldum búnaði:

- Nýjar skorklukkur í íþróttamannvirki.

- Endurnýjun á björgunarbúnaði fyrir stólalyftu.

- Nauðsynlegum merkingum á skíðabrautum og lyftuplönum.

- Kaupum á búnaði vegna snjóflóðahættumats og mildunaraðgerða í Hlíðarfjalli.

- Hjólabraut. (Pumptrack.)

2.Bæjarstjórn sé sýnileg í baráttu gegn vímuefnum

Málsnúmer 2018120150Vakta málsnúmer

Gunnar Jónsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Hann vill að bæjarstjórn taki til umræðu og sé í fararbroddi gegn þeirri vá sem vímuefni eru og sé sýnilegri og komi fram opinberlega í þessari baráttu.

Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 20. desember 2018 og samþykkti að vísa erindinu til frístundaráðs.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að boða Gunnar Jónsson á næsta fund ráðsins.

3.Íþróttabandalag Akureyrar - International Childrens Winter Games - ICG

Málsnúmer 2015110233Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttadeildar kynnti International Childrens Winter Games sem fara fram í Lake Placid (USA) í janúar þar sem Akureyrarbær mun eiga 21 keppanda.
Frístundaráð þakkar fyrir kynninguna og óskar keppendum góðs gengis á mótinu.

4.Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA 2019

Málsnúmer 2018050236Vakta málsnúmer

Drög að nýjum rekstrar- og þjónustusamningum lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:30.