Frístundaráð

13. fundur 14. september 2017 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Elías Gunnar Þorbjörnsson D-lista mætti í forföllum Þórunnar Sifjar Harðardóttur.
Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista mætti í forföllum Ölfu Drafnar Jóhannsdóttur.

1.Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli - umsókn um breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2017090031Vakta málsnúmer

Skipulagssvið óskar eftir umsögn frístundaráðs á fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli.
Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða deilskipulagsbreytingu.

2.Glerárskóli - vinnuhópur

Málsnúmer 2017080128Vakta málsnúmer

Óskað er eftir tilnefningu frístundaráðs í vinnuhóp vegna fyrirhugaðra breytinga í Glerárskóla.
Frístundaráð tilnefnir Óskar Inga Sigurðsson B-lista sem fulltrúa sinn í vinnuhópnum.

3.Fjárhagsáætlun frístundaráðs 2018

Málsnúmer 2017060007Vakta málsnúmer

Umræða um fjárhags- og starfsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2018.

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar mætti á fundinn undir þessu lið.

Frístundaráð samþykkir tillögur að gjaldskrárbreytingum í íþróttamannvirkjum nema hjá Sundlaug Akureyrar. Þar samþykkir ráðið að leggja til að gjaldskrá verði óbreytt nema liðurinn "leiga á innilaug". Er forstöðumanni falið að koma með nánari útfærslu á þessum lið.



Elín H. Gísladóttir vék af fundi kl. 15:15.



Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála mætti á fundinn kl. 15:20.

Kjarasamninganefnd hafði óskað eftir því að frístundaráð tæki til endurskoðunar fyrirkomulag átaksverkefna fyrir sumarvinnu 17 - 25 ára. Lagt var fram minnisblað sviðsstjóra samfélagssviðs vegna þessa.

Ráðið samþykkir að beina því til bæjarráðs að 17 ára ungmenni eigi framvegis að tilheyra Vinnuskóla Akureyrar. Að öðru leyti verði sumarátak með óbreyttu sniði.



Alfa Aradóttir vék af fundi kl. 15:40.



Frístundaráð samþykkir endurskoðað framkvæmdayfirlit íþróttamála 2018 - 2021 og vísar því til umhverfis- og mannvirkjaráðs.



Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að keypt verði ný tímaklukka í íþróttahöllina.



Frístundaráð samþykkir að beina því til bæjarráðs að tímabundið verði ráðinn verkefnastjóri til að sinna verkefnum í jafnréttisstefnu bæjarins.







Fundi slitið - kl. 16:00.