Framkvæmdaráð

285. fundur 09. maí 2014 kl. 08:40 - 10:42 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Steinefni fyrir malbik 2014-2015

Málsnúmer 2014040054Vakta málsnúmer

Kynntar niðurstöður vegna útboðs. Lagt fram minnisblað dags. 8. maí 2014 frá verkfræðistofunni Mannviti vegna útboðsins.

Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir að ganga til samninga við G.V. Gröfur á grundvelli aðaltilboðs.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

2.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014010038Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísaði á fundi sínum 10. apríl 2014 1. lið í fundargerð hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 4. mars 2014 til framkvæmdaráðs.

Starfsmenn hafa þegar fundað með hverfisnefndinni.

3.Fjárhagsáætlun 2014 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2013090299Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð framkvæmdaáætlun.

Framkvæmdaráð samþykkir endurskoðaða framkvæmdaáætlun þar sem 10 m.kr. eru færðar í stígagerð og nýbyggingar gatna lækka sem því nemur.

4.Sjúkratryggingar Íslands - sjúkraflutningar 2014 - framlenging á samningi

Málsnúmer 2014050035Vakta málsnúmer

Þorvaldur Helgi Auðunsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og fór yfir samskipti við Sjúkratryggingar Íslands vegna samnings fyrir árið 2014. Lögð voru fram minnisblöð frá bæjartæknifræðingi og slökkviliðsstjóra, bæði dags. 8. maí 2014.

Framkvæmdráð telur tilboð Sjúkratrygginga Íslands vegna tímagjalds í sjúkraflugi og samningsupphæðar um sjúkraflutninga á landi ekki viðunandi og felur bæjartæknifræðingi og slökkviliðsstjóra að vinna áfram að málinu.

Eiríkur Jónsson áheyrnarfulltrúi S-lista vék af fundi kl. 10:05.

5.Umsókn um lóð undir moldarhörpu

Málsnúmer 2014050010Vakta málsnúmer

Erindi frá Finni ehf dags. 2. maí 2014 þar sem óskað er eftir afnotum að landsvæði sunnan Hlíðarfjallsvegar.

Framkvæmdaráð samþykkir að leigja Finni ehf landsvæðið og felur bæjartæknifræðingi að vinna að málinu.

6.Ferlivöktunarkerfið Spori

Málsnúmer 2013020044Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 4. apríl 2014.

Framkvæmdaráð samþykkir að kaupa ferlivöktunarkerfið Spora í allar bifreiðar og vélar Framkvæmdamiðstöðvar og skoðað verði nánar fyrirkomulag með vélar verktaka sem vinna fyrir Akureyrarbæ.

7.Frisbígolfvöllur á Hamarkotstúni

Málsnúmer 2014040005Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 4. apríl 2014.

Framkvæmdaráð er sammála um að gerður verði frisbígolfvöllur á Hamarkotstúni og kostnaður verði færður á umhverfisátakið.

8.Nökkvi félag siglingarmanna Akureyri - uppbyggingarsamningur 2014-2018

Málsnúmer 2014010269Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi.

9.Skátafélagið Klakkur - uppbyggingarsamningur 2014-2018

Málsnúmer 2014010268Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi.

Fundi slitið - kl. 10:42.