Framkvæmdaráð

272. fundur 06. september 2013 kl. 10:15 - 11:52 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Slökkvilið Akureyrar - ráðning slökkviliðsstjóra

Málsnúmer 2013060219Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur óskaði eftir umsögn framkvæmdaráðs vegna ráðningar í stöðu slökkviliðsstjóra hjá SA.

Helgi Már gerði grein fyrir málinu og mælti með því að Þorvaldur Helgi Auðunsson verði ráðinn sem slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar.

Framkvæmdaráð styður ákvörðun bæjartæknifræðings.

2.Fjárhagsáætlun 2013 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2012080021Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu verklegra framkvæmda fyrir árið 2013 og tillögur kynntar um breytingar á áður samþykktri áætlun.

Framkvæmdaráð samþykkir framlagðar breytingar.

3.Klukkustæði - tillögur 2013

Málsnúmer 2013090034Vakta málsnúmer

Tillögur að nýjum klukkustæðum lagðar fram til umsagnar.

Framkvæmdaráð samþykkir eftirfarandi tillögur:

Að þremur bílastæðum fyrir framan Hafnastræti 11 verði breytt í 2ja klst. stæði.

Að ellefu bílastæðum við Strandgötu 49 verði breytt í 2ja klst. stæði og sex bílastæðum við Geislagötu 9 sunnan við Ráðhúsið verði breytt í 2ja klst. stæði.

Framkvæmdaráð vísar tillögunum til skipulagsnefndar.

4.Norðurslóð - hundasvæði innan bæjarmarka

Málsnúmer 2013040212Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála/framkvæmdamiðstöðvar gerði grein fyrir stöðu málsins og lagði fram kostnaðaráætlun vegna verksins.

Framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í að girða hundasvæðið við Norðurslóð miðað við framlagða kostnaðaráætlun. Fjármagn verður tekið af fjármagni umhverfisátaksins.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.

Fundi slitið - kl. 11:52.