Framkvæmdaráð

258. fundur 05. október 2012 kl. 10:00 - 11:27 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Sigríður María Hammer varaformaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2013 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2012080021Vakta málsnúmer

Unnið var að gerð fjárhagsáætlunar.

Framkvæmdaráð samþykkir fjárhagsáætlun fyrir aðalsjóð, A og B fyrirtækja, 3ja ára áætlun og framkvæmdaáætlun vegna þeirra deilda sem undir ráðið heyra og vísar til bæjarráðs.

2.Afgirt hundasvæði

Málsnúmer 2012050067Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir tillögu að hundasvæði og viðræðum við hagsmunaaðila þar um.

Framkvæmdaráð felur forstöðumanni umhverfismála að vinna áfram að málinu.

Sigfús Arnar Karlsson B-lista vék af fundi kl. 11:20.

3.Veraldarvinir - samvinna 2013

Málsnúmer 2012090195Vakta málsnúmer

Bréf dags. 18. september 2012 frá Veraldarvinum þar sem þeir bjóða fram krafta sína í ýmiskonar sjálfboðavinnu.

Framkvæmdaráð þakkar gott boð, en getur ekki orðið við því að þessu sinni.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi kl. 11:24.

Fundi slitið - kl. 11:27.