Fræðsluráð

3. fundur 04. febrúar 2019 kl. 13:30 - 15:05 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir
  • Rósa Njálsdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Einar Gauti Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Einar Gauti Helgason V-lista mætti í forföllum Þuríðar Sólveigar Árnadóttur.

1.Eftirfylgd með kennslustundum í list- og verkgreinum

Málsnúmer 2019010099Vakta málsnúmer

Úttekt frá Menntamálastofnun dagsett 3. janúar 2019 um fjölda kennslustunda í list- og verkgreinum í grunnskólum Akureyrar lögð fram til umræðu.
Málinu frestað þar til allar upplýsingar liggja fyrir.

2.Skóladagatal leik- og grunnskóla 2019-2020

Málsnúmer 2019010117Vakta málsnúmer

Lögð var fram til samþykktar tillaga að verklagsreglum fræðsluráðs við gerð skóladagatals leik- og grunnskóla.
Tillagan samþykkt.

Þórhallur Harðarson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

3.Spurningakönnun og vettvangsheimsóknir vegna framkvæmdar náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum

Málsnúmer 2018100252Vakta málsnúmer

Tilkynning frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsett 22. janúar 2019 um fyrirhugaða könnun vegna framkvæmdar náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum lögð fram til kynningar.



Í fjármálaáætlun ríkisins fyrir tímabilið 2018-2022 er sett fram markmið um að skoða gæði og umfang náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum. Réttur nemenda í grunnskólum til að njóta náms- og starfsráðgjafar er bundinn í lögum nr. 91/2008 um grunnskóla. Lögin segja hins vegar ekki fyrir um í hverju sú þjónusta skuli vera fólgin eða hversu aðgengileg og umfangsmikil þjónustan skuli vera.

Farið verður í vettvangsheimsóknir í fimm grunnskóla á landinu þ.á.m. í Síðuskóla.

4.Áform um lagabreytingar um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda

Málsnúmer 2019010347Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsett 23. janúar 2019 um áform stjórnvalda að kennarar afli sér kennsluréttinda í námi sínu óháð tilteknu skólastigi með einu grunnleyfisbréfi. Komin eru inn á samráðsgátt stjórnvalda áform um lagabreytingar um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008. Opið er fyrir samráð og umsagnir til 4. febrúar.

5.Rekstur fræðslumála 2018

Málsnúmer 2018030030Vakta málsnúmer

Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar lagði fram til kynningar stöðu rekstrar fræðslumála fyrir árið 2018.

Fundi slitið - kl. 15:05.