Fræðslu- og lýðheilsuráð

12. fundur 08. ágúst 2022 kl. 13:00 - 15:10 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Tinna Guðmundsdóttir
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Elsa María Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla
  • Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi skólastjóra
  • Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs
Dagskrá
Bjarney Sigurðardóttir M-lista og Óskar Ingi Sigurðsson B-lista mættu ekki á fundinn og boðuðu ekki forföll.

1.Rekstur fræðslu- og lýðheilsusviðs 2022

Málsnúmer 2022030187Vakta málsnúmer

Árni K. Bjarnason rekstrarstjóri gerði grein fyrir rekstrarstöðu fræðslu- og lýðheilsusviðs á tímabilinu janúar til júní 2022.

2.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar - breytingar 2021

Málsnúmer 2021080626Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar.

3.Samþykktir fastanefnda 2022 vegna stjórnsýslubreytinga 2021

Málsnúmer 2021090862Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samþykkt fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar.

4.Reglur og samningar um daggæslu í heimahúsum 2022

Málsnúmer 2022070196Vakta málsnúmer

Uppfæra þarf samning um daggæslu í heimahúsum í kjölfar samþykktar reglna um launatryggingu og aðstöðugjald til dagforeldra.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samning um daggæslu í heimahúsum í kjölfar samþykktar reglna um launatryggingu og aðstöðugjald til dagforeldra samanber viðauka sem samþykktur var á 3769. fundi bæjarráðs þann 5. maí 2022.

5.Starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2022

Málsnúmer 2022030015Vakta málsnúmer

Starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir árið 2022 lögð fram til kynningar og endurskoðunar.
Fræðslu- og lýðheilsuráð mun halda vinnufund í ágúst til að fara yfir starfsáætlun 2023.
Tinna Guðmundsdóttir F-lista vék af fundi.
Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi skólastjórnenda vék af fundi.

6.Fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2023-2026

Málsnúmer 2022060686Vakta málsnúmer

Farið yfir vinnuferli og tímalínu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2023.

Fundi slitið - kl. 15:10.