Fræðslu- og lýðheilsuráð

1. fundur 10. janúar 2022 kl. 13:30 - 15:45 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
  • Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
  • Árni Konráð Bjarnason fundarritari
  • Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi skólastjóra
  • Ísabella Sól Ingvarsdóttir varamaður fulltrúa ungmennaráðs
  • Jón Þór Sigurðsson fulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
Dagskrá
Fræðslu- og lýðheilsuráð er nýtt ráð sem sameinar frístundaráð og fræðsluráð.

Ísabella Sól Ingvarsdóttir varafulltrúi ungmennaráðs mætti í forföllum Rakelar Öldu Steinsdóttur.
Kolbrún Sigurgeirsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Therése Möller fulltrúi leikskólakennara mættu ekki á fundinn og ekki varamenn þeirra.

1.Stjórnsýslubreytingar 2021 - samþykktir ráða og kynningar

Málsnúmer 2022010176Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fundinn undir þessum lið og kynntu samþykkt fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð sem samþykkt var í bæjarstjórn 14. desember 2021 ásamt greinargerð vegna stjórnsýslubreytinga.

2.Starfsáætlun fræðslusviðs 2022-2025

Málsnúmer 2021081349Vakta málsnúmer

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs fór yfir starfsáætlun fræðslusviðs og gerði grein fyrir stöðunni á þeim verkefnum sem þar eru. Ákveðið að sameina starfsáætlanir fræðsluráðs og frístundaráðs í eitt skjal fyrir næsta fund.

3.Siðareglur kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 2022010430Vakta málsnúmer

Farið var yfir siðareglur og samskiptasáttmála kjörinna fulltrúa Akureyrarbæjar.
Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar viku af fundi eftir 3. dagskrárlið:
Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
Jón Þór Sigurðsson fulltrúi foreldra leikskólabarna
Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra
Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra

4.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2022

Málsnúmer 2021060305Vakta málsnúmer

Farið var yfir starfsáætlun frístundaráðs og gerð grein fyrir stöðunni á þeim verkefnum sem þar eru.

5.Íþróttadeild - frístundaakstur - styrkir til félaga vegna aksturs

Málsnúmer 2021120871Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2022 gerir ráð fyrir kr. 8 milljónum í styrki til íþróttafélaga vegna frístundaaksturs. Taka þarf afstöðu til hvernig þeirri styrkveitingu verður háttað.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt að fela sviðsstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund í ráðinu.

6.Stefna Akureyrarbæjar í forvarna- og lýðheilsumálum 2019 - 2023

Málsnúmer 2019030418Vakta málsnúmer

Karl Frímannsson sviðsstjóri ræddi vinnu við lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar, en frístundaráð hefur bókað um mikilvægi þess að vinna verði hafin við mótun lýðheilsustefnu bæjarins. Farið var yfir stöðuna og efnistök rædd.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að hefja vinnu við mörkun lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar og samþykkir að settar verði kr. 2 milljónir skv. fjárhagsáætlun 2022 í verkefnið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir að á fundi ráðsins 21. febrúar 2022 verði lögð fram tillaga að verkáætlun.

Um fullnaðarafgreiðslu er að ræða.

Fundi slitið - kl. 15:45.