Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer
Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Sigurður Guðmundsson og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri fóru yfir nokkra þætti í starfsemi ÖA og umbóta- og þróunarverkefni á heimilunum. Sögðu þau m.a. frá samstarfi við Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi um málþing 10. mars nk. um 'viðhorf og viðmót gagnvart dauðanum'.
Friðný Sigurðardóttir þjónustustjóri ÖA kynnti áformaðar breytingar á starfsemi og hópastarfi Lífsneistans samhliða breytingum á nýtingu húsnæðis í Glaðheimum.
Forstöðumaður Eini- og Grenihlíðar, Klara Jenný Arnbjörnsdóttir og Brynja Vignisdóttir forstöðumaður Aspar- og Beykihlíðar sögðu frá breytingum á vaktrýmum á heimilunum og fjölluðu um samhljóm hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar og Eden, en unnið er að innleiðingu Þjónandi leiðsagnar og eru þær leiðbeinendur í verkefninu.
Karl Jónsson yfirmatreiðslumaður og Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri kynntu Tímían innkaupakerfið.
Félagsmálaráð fór síðan í stutta skoðunarferð í anddyri Hlíðar og Glaðheima, Aspar- og Beykihlíð og lauk fundi með heimsókn í Lögmannshlíð þar sem Þóra Sif Sigurðardóttir forstöðumaður tók á móti ráðinu.