Félagsmálaráð

1201. fundur 21. janúar 2015 kl. 14:00 - 16:50 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir formaður
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Valbjörn Helgi Viðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  • Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Kolbeinn Aðalsteinsson fundarritari
Dagskrá
Valbjörn Helgi Viðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista mætti í forföllum Guðrúnar Karitasar Garðarsdóttur.

1.Fjárhagserindi 2015 - áfrýjanir

Málsnúmer 2015010023Vakta málsnúmer

Katrín Árnadóttir félagsráðgjafi á fjölskyldudeild kynnti áfrýjanir í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

2.Fjárhagsaðstoð 2014

Málsnúmer 2014010040Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð ársins 2014.
Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

3.Fjárhagsaðstoð - greining á skjólstæðingahópi 2014

Málsnúmer 2015010171Vakta málsnúmer

Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir félagsráðgjafi á fjölskyldudeild kynnti niðurstöður greiningar á samsetningu skjólstæðingahóps fjölskyldudeildar varðandi fjárhagsaðstoð tímabilið 1. janúar - 4. september 2014, dagsett 30. desember 2014.
Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

4.Fjölskyldudeild - einstaklingsmál 2015

Málsnúmer 2015010173Vakta málsnúmer

Lagt var fram bréf dagsett 6. janúar 2015 frá Réttindagæslumanni fatlaðra, Guðrúnu Pálmadóttur og minnisblað dagsett 19. janúar 2015 frá Karólínu Gunnarsdóttur þjónustustjóra á fjölskyldudeild.
Málefni eintaklinga eru vistuð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

5.Fjölsmiðjan á Akureyri - ósk um rekstrarstyrk 2014

Málsnúmer 2014110246Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir að nýju erindi dagsett 26. nóvember 2014 frá Erlingi Kristjánssyni forstöðumanni Fjölsmiðjunnar á Akureyri þar sem óskað er eftir endurnýjun á rekstrarstyrk frá Akureyrarbæ. Málið var áður á dagskrá á tveimur fundum í desember sl.
Félagsmálaráð samþykkir að gera nýjan samstarfssamning við Fjölsmiðjuna á Akureyri fyrir árin 2015-2017. Sigríði Huld Jónsdóttur formanni félagsmálaráðs og Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdarstjóra fjölskyldudeildar er falið að ganga til viðræðna við Fjölsmiðjuna.

6.Velferðarstefna 2014-2018

Málsnúmer 2015010191Vakta málsnúmer

Rætt um gerð velferðarstefnu.
Félagsmálaráð ræddi um gerð velferðarstefnu og samþykkir að koma saman á aukafundi til að vinna að verkáætlun.

7.Samþykktir fastanefnda - endurskoðun 2014

Málsnúmer 2013060144Vakta málsnúmer

Lagt var fram endurskoðað erindisbréf félagsmálaráðs dagsett 19. janúar 2015.
Félagsmálaráð fór yfir samþykktir ráðsins og samþykkti að breyta nafni ráðsins í velferðarráð. Samþykktin er send til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.

8.ÖA - vaktir styttar 2008

Málsnúmer 2014110195Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 11. nóvember 2014 frá starfsmönnum Öldrunarheimila Akureyrar, vegna styttingar á vöktum á Hlíð árið 2008.
Málið var áður á dagskrá 7. janúar 2015.
Lagt var fyrir svarbréf Britar J. Bieltvedt fyrrverandi framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar til Landlæknis dagsett 16. mars 2010, fundargerð starfsmannafundar dagsett 9. desember 2008 og bréf til starfsmanna dagsett 22. desember 2009.
Félagsmálaráð felur Sigríði Huld Jónsdóttur formanni félagsmálaráðs og Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra að svara bréfritara.

Fundi slitið - kl. 16:50.