Málsnúmer 2014060231Vakta málsnúmer
Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar greindu frá erindi Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar (NVC) þar sem leitað er eftir þátttöku fulltrúa félagslegarar þjónustu sveitarfélagsins í norræna verkefninu CONNECT. Áformað er að tvö sveitarfélög frá hverju norðurlandanna taki þátt og mögulega líka fulltrúi frá landssamböndum sveitarfélaga. Um er að ræða áhersluverkefni á vegum NVC sem hefst með undirbúningi nú í haust 2014. Verkefnið felur í sér skipulagningu og innleiðingu á velferðartækni í framkvæmd velferðarþjónustu. Kostnaður vegna þátttöku er greiddur af NVC og ráðgert að innleiðingu fylgi fjárstyrkur til þeirra sveitarfélaga sem taka þátt verkefninu. Verkefninu er skipt í tvö stig þar sem fyrst er undirbúningur og skipulagning (2014) og síðan innleiðingarferli og prófun ásamt miðlun reynslu (2015-2016).
Bæjarstjórn hefur á fundi sínum þann 18. júní sl. kosið aðal- og varamenn í félagsmálaráði til fjögurra ára:
Aðalmenn:
Sigríður Huld Jónsdóttir formaður
Jóhann Gunnar Sigmarsson varaformaður
Halldóra Kristín Hauksdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Valur Sæmundsson
Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Varamenn:
Valdís Anna Jónsdóttir
Rósa Matthíasdóttir
Guðlaug Kristinsdóttir
Svava Þ. Hjaltalín
Agla María Jósepsdóttir
Valbjörn Helgi Viðarsson varaáheyrnarfulltrúi