Félagsmálaráð

1139. fundur 08. febrúar 2012 kl. 14:00 - 17:30 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Jóhann Ásmundsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Pétur Maack Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðlaug Kristinsdóttir varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagserindi 2012 - áfrýjanir

Málsnúmer 2012010019Vakta málsnúmer

Ingibjörg Ösp Sigurjónsdóttir félagsráðgjafi kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

2.Reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa

Málsnúmer 2010030022Vakta málsnúmer

Hulda Steingrímsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Atvinnu með stuðningi kynnti breytingar á reglum um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa.
Félagsmálaráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til bæjarstjórnar.

3.Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Málsnúmer 2011100004Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála dags. 11. janúar 2012.

4.Samband íslenskra sveitarfélaga - félagsþjónustunefnd

Málsnúmer 2012020043Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 10. fundargerð félagsþjónustunefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 9. janúar 2012.

5.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga

Málsnúmer 2009110111Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar bakhóps Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 20. janúar 2012 vegna yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga.

6.Félagsmálaráð - rekstraryfirlit 2011

Málsnúmer 2011040030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar niðurstaða rekstrar allra málaflokka félagsmálaráðs fyrir árið 2011.
Guðlaug Kristinsdóttir B-lista vék af fundi kl. 17:00.

7.Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, 440. mál

Málsnúmer 2012020024Vakta málsnúmer

Erindi dags. 2. febrúar 2012 frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, 440. mál. Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 15. febrúar nk.

Málinu er frestað.

Fundi slitið - kl. 17:30.